Skip to main content

Almennt

Örninn Golfverslun áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og annarra rangra upplýsinga. Upplýsingar um verð og magn á lager er birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Ef einhverjar athugasemdir koma upp í pöntunarferli verður haft samband við væntanlega kaupanda áður en greiðsla fyrir vörunni er móttekin.

Afhending vöru og sendingarkostnaður

Pantanir reynum við að afgreiða, og koma á flutningsaðila, innan við 24 klukkustundum eftir staðfestingu á pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Ef annar flutningsaðili er notaður að óskum kaupanda gilda sömu skilmálar. Örninn Golfverslun ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði varan fyrir tjóni frá því varan er afhent flutningsaðila er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Tilboðs- og afsláttarvörum í verslun og netverslun er ekki hægt að skila né skipta.

Pósthús

Við bjóðum upp á fastan sendingarkostnað í netverslun með Póstinum. Með því að velja vörur í körfu bætist við sendingarkostnaður ef óskað er að fá vörurnar sendar. Varan er send á næsta pósthús. Við áskilum okkur þann rétt að hafa samband við kaupanda ef einhverjar villur kunna að koma upp varðandi útreikning á sendingarkostnaði og leiðrétta ef útreikningur hefur ekki komið rétt út. Við pöntun á stærri og rúmfrekum vörum gerum við kaupanda tilboð í sendingarkostnað símleiðis eða í gegnum tölvupóst.

Póstbox

Ef ekki er tekið fram hvaða póstbox óskað er eftir að fá pöntun senda þá sendum við í það póstbox sem er næst viðskiptavini. Ef póstbox er valið og pöntun passar ekki í boxin hjá Póstinum þá verður varan send á næsta pósthús. Skoða hvaða Póstbox Pósturinn býður upp á.

Heimkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi

Við bjóðum upp á heimkeyrslu samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12.00. Ef pantað er eftir kl. 12.00 verður varan keyrð heim næsta virka dag. Ef pantað er fyrir hádegi á föstudögum er varan keyrð heim á laugardegi. Pantanir á laugardögum og sunnudögum eru keyrðar út á mánudögum. Pöntun er keyrð heim á milli 18.00 og 22.00, eitthvað fyrr á laugardögum. Viðskiptavinur er látinn vita með SMS um að varan sé komin í útkeyrslu og er væntanleg á næstunni.

Gildir fyrir póstnúmer: 101, 102, 103, 104, 105, 107, 108, 109, 110, 111, 112, 113, 116, 170, 190, 200, 201, 203, 210, 220, 221, 225, 230, 233, 235, 240, 245, 250, 251, 260, 262, 270, 800, 810, 815, 820, 825.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupum, að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum, allavega svo ekki sjái á umbúðum að þær hafi verið opnaðar. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið ef skila á vöru. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun eða gjafamiði fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Inneignarnóta er afhent ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ef eitthvað er óljóst endilega hafið samband við verslun.

Verð og trúnaður

Vinsamlegast athugið að verð á vörum geta breyst án fyrirvara. Magn á lager er einnig birt með fyrirvara þegar verslað er í netverslun okkar. Öll verð í netverslun innihalda skatta og gjöld. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Örninn Golfverslun
Faxafen 8
Kt. 480904-2730
VSK NR: 84101
S. 577-2525
Netfang: verslun@orninngolf.is