Skip to main content

Afhending

Pantanir reynum við að afgreiða, og koma á flutningsaðila, innan við 24 klukkustundum eftir staðfestingu á pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Ef annar flutningsaðili er notaður að óskum kaupanda gilda sömu skilmálar. Örninn Golfverslun ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði varan fyrir tjóni frá því varan er afhent flutningsaðila er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Tilboðs- og afsláttarvörum í verslun og netverslun er ekki hægt að skila né skipta.

Póstbox

Ef ekki er tekið fram hvaða póstbox óskað er eftir að fá pöntun senda þá sendum við í það póstbox sem er næst viðskiptavini. Ef póstbox er valið og pöntun passar ekki í boxin hjá Póstinum þá verður varan send á næsta pósthús. Skoða hvaða Póstbox Pósturinn býður upp á.

Heimkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi

Við bjóðum upp á heimkeyrslu samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12.00. Ef pantað er eftir kl. 12.00 verður varan keyrð heim næsta virka dag. Ef pantað er fyrir hádegi á föstudögum er varan keyrð heim á laugardegi. Pantanir á laugardögum og sunnudögum eru keyrðar út á mánudögum. Pöntun er keyrð heim á milli 18.00 og 22.00, eitthvað fyrr á laugardögum. Viðskiptavinur er látinn vita með SMS um að varan sé komin í útkeyrslu og er væntanleg á næstunni.

Gildir fyrir póstnúmer: 101, 102, 103, 104, 105, 107, 108, 109, 110, 111, 112, 113, 116, 170, 190, 200, 201, 203, 210, 220, 221, 225, 230, 233, 235, 240, 245, 250, 251, 260, 262, 270, 800, 810, 815, 820, 825.

Sendingarkostnaður

Við bjóðum upp á fastan sendingarkostnað í netverslun. Með því að velja vörur í körfu bætist við sendingarkostnaður ef óskað er að fá vörurnar sendar. Við áskilum okkur þann rétt að hafa samband við kaupanda ef einhverjar villur kunna að koma upp varðandi útreikning á sendingarkostnaði og leiðrétta ef útreikningur hefur ekki komið rétt út. Við pöntun á stærri og rúmfrekum vörum gerum við kaupanda tilboð í sendingarkostnað símleiðis eða í gegnum tölvupóst.