Vörulýsing

42,000+ FORHLAÐNIR GOLFVELLIR
Úrið kemur forhlaðið með yfir 42.000 golfvöllum um allan heim. Uppfærslur á völlunum sem þú spilar mest.

SKRÁÐU SKORIÐ
AutoShot möguleikinn skráir sjálfkrafa¹ högglengdir. Hægt að tengja við CT10 Club Tracker (seldur sér) til að skrá fleiri upplýsingar.

FLÖTIN
Flatarsýn (Green View) gefur þér lögun flatarinnar, hvar sem þú ert á brautinni, og gerir þér kleift að færa pinnan til svo að þú fáir sem nákvæmasta vegalengd.

VEGALENGDIR Á FLÖT
Fljótlegt að fá upplýsingar um vegalegdir að, yfir og á miðja flöt. Allar upplýsingar sem þarf fyrir fullkomið skot.

SNJALLSKILABOÐ
Tengdu úrið við samhæfðan snjallsíma og sjáðu á úrinu þegar þú færð tölvupóst, smáskilaboð eða önnur skilaboð.

MEIRI TÖLFRÆÐI
Paraðu við Garmin Golf™ appið² til að skrá og greina höggin þín, taka þátt í keppnum og fá meiri upplýsingar um spilamennskuna hjá þér.

HALTU ÞÉR Í FORMI
Nýttu þér innbyggð íþróttaforrit og heilsuskráningu sem sýnir þér skrefatalningu, kaloríur, svefnskráningu. Úrið gefur viðvaranir með víbringi og sýnir hvenær þú átt að hreyfa þig.

RAFHLAÐA
Innbyggð, endurhlaðanleg rafhlaða endist í 10 daga sem snjallúr og í 15 klst. með GPS í gangi.