Skip to main content

Foresight GC Quad

Fullkominn launch monitor sem við notumst við mælingar. GC Quad gerir okkur kleift að mæla viðkomandi með mikilli nákvæmni. GC Quad notar 4 háhraðamyndavélar til að mæla nákvæmlega allar tölur sem tengjast kylfuhausnum og boltaflugi.

Þessi græja mælir nákvæmlega sveifluhraða, feril kylfunnar, legu á kylfuhausnum, stefnu á kylfuhausnum (face angle), hvar boltinn lendir á höggfletinum, boltahraða, launch angle (útkastshorn), spuna (hliðarspuna og bakspuna) auk þess að sýna lengd högga með mikilli nákvæmni.

Þetta veitir okkur ómetanlega hjálp við að leiðbeina fólki við kylfuval, hvort sem um er að ræða driver, brautartré, blendinga, járn eða fleygjárn.

Hægt er að bóka tíma í mælingu hér fyrir ofan.