VIÐGERÐIR

Við gerum við flestar tegundir af kylfum. Ef við eigum ekki umbeðið skaft á lager þá getum við sérpantað flestar tegundir af sköftum. Þegar komið er fram á sumar þá er vænlegast að gera ráð fyrir 1-2 daga afgreiðslufresti á viðgerðum. Í sumum tilfellum þurfum við að senda kylfurnar erlendis að ósk framleiðenda svo þær haldist í ábyrgð. Viðgerðir á kylfum sem fara erlendis taka yfirleitt um 5-7 daga.

GRIP

Erum með mikið úrval af gripum á lager. Ef komið er með sett að morgni þá getum við afhent settið með nýjum gripum daginn eftir, hugsanlega samdægurs. Skoðum gripastærð hjá viðkomandi og breytum því ef með þarf. Gripastærð og áferð hefur áhrif á tilfinningu fyrir kylfunni og getur einnig haft áhrif á höggstefnu. Þ.e. of þykkt grip getur orsakað “fade” eða jafnvel “slice” í höggi og of þunnt grip getur stuðlað að “húkki” eða “dragi.”

MÆLINGAR

Bjóðum upp á mælingar fyrir kylfinga þar sem kannað er hvort viðkomandi þurfi lengri eða styttri kylfur. Einnig hvort breyta þurfi legu á haus. Svona mæling tekur um 10-15 mínútur. Mælum “swingweight” og breytum eftir þörfum. Swingweight hefur mikil áhrif á tilfinningu fyrir kylfum og getur orsakað það að ein ákveðin kylfa í settinu sé í meira uppáhaldi en aðrar.

YFIRFÖRUM SETT

Við erum með tækjabúnað til að fara yfir járnasett fyrir okkar viðskiptavini. Mælum loft og legu á kylfuhausum og lagfærum ef þess þarf. Þess skal getið að þeir sem eru með "forged" hausa þurfa að láta yfirfara settin minnst einu sinni á ári.

FLIGHT SCOPE

Sjá Flight Scope.

SELECTFIT FRÁ TAYLOR MADE, OPTIFIT FRÁ CALLAWAY, DNA FRÁ MIZUNO, DEMO FRÁ SRIXON, CLEVELAND, TITLEIST OG PING

Um er að ræða alla mögulega driver hausa sem fyrirtækin hafa upp á að bjóða ásamt öllum þeim sköftum sem þeir bjóða fyrir sína drivera. Þetta er frábær viðbót við þær mælingar sem við bjóðum upp á fyrir kylfinga því nú geta viðskiptavinir okkar komið og prufað allar mögulega samsetningar á hausum og sköftum frá þeim á stuttum tíma. Hausarnir koma í öllum gráðum bæði fyrir örvhenda og rétthenda. Sköftin sem hægt er að prufa með þessum hausum eru vinsælustu sköftin frá Aldila, Fujikura, Grafalloy, Graphite Design, UST, Matrix og Mitsubishi Rayon.

SÉRSMÍÐI

Við bjóðum upp á sérsmíðuð sett. Þessi svokölluð "standard sett" henta ekki öllum. Margir þurfa breytingar á kylfum og við bjóðum upp á 1-2 daga afgreiðslufrest á flestum settum sem við seljum. Við rukkum fyrir mælingar og tíma í Flight Scope. Ef viðskiptavinur verslar hjá okkur sett eða driver innan tveggja vikna frá mælingu þá kemur gjaldið til frádráttar frá verði vörunnar. Panta þarf tíma í Flight Scope hjá Rafni.

Tveir af starfsmönnum okkar hafa farið til Golfsmith í Englandi á námskeið og áunnið sér tilskilin réttindi til að stunda kylfuviðgerðir og kylfusmíði. Einnig höfum við fjárfest í þeim tækjum og verkfærum sem gera okkur kleift að bæta þjónustu okkar enn frekar.

POWAKADDY

Starfsmaður frá okkur hefur farið til Powakaddy í Bretlandi og farið, með þeim, ítarlega í gegnum viðgerðir og viðhald á þeirra rafmagnskerrum, sem um leið á að gefa okkur kost á að þjónusta þessar kerrur sem best og sjá um allar viðgerðir hér á staðnum.